Litir: transparent, beige, brown, black
Stærð: 7ml / 0.23 fl oz
Augabrúnagelið frá Nanobrow er einstök vara, hönnuð til þess að auðvelda mótun augabrúna sem endist. Gelformúlan er borin á augabrúnirnar og aðskilur og mótar þær af nákvæmni sem gefur fagmannlegt útlit. Þú færð þrjá liti til að velja úr, og eina gegnsæja útgáfu, svo þú getur auðveldlega valið rétta litinn sem passar við andlitshörund þitt. Varan hefur frábæra endingu og heldur augabrúnunum þínum gallalausum allan daginn.
Hvort sem augabrúnirnar þínar eru þykkar og óstýrilegar eða þunnar og strjálar, þá mun Nanobrow Laminationg Gel hjálpa þér að temja þær og draga fram náttúrulegan fegurð þeirra. Þú getur auðveldlega falið óæskilegar eyður og veitt augabrúnunum þínum skírari lögun.
Nanobrow lagningagelið er einstaklega hagnýt vara sem tryggir fljóta og áhrifaríka augabrúnamótun. Formúlan er létt og veitir augabrúnunum fullkomna lögun og náttúrulegt útlit allan daginn og heldur þeim á sínum stað. Gagnsæja útgáfan af gelinu dregur fram náttúrulegu augabrúnirnar og gerir þér kleift að stjórna lögun þeirra, sem veitir samskonar áhrif og lagning augabrúna. Með því að velja lit sem passar við náttúrulegan lit augabrúnanna þinna færðu auka áhrif þar sem augabrúnirnar þínar verða fylltar með lit. Formúlan myndar ekki kekki í augabrúnunum og er fullkomin í lokaskrefi förðunarinnar ef þú ert búin að farða með augabrúnapenna, meiki eða annari förðunarvöru fyrir augabrúnir. Nanobrow Lamination Gel er ómissandi í snyrtitösku hverrar konu sem vill hafa stjórn á augabrúnunum með náttúrulegu og snyrtilegu útliti.
Nákvæmu hárin á sílikonburstanum renna á milli augabrúnaháranna og hjúpa þau með gelinu án þess að skemma förðunina. Með þessum bursta geturðu mótað augabrúnirnar á skilvirkan hátt á nokkrum sekúndum, á meðan formúlan með hertri ricinolíu býr til fíngert, hjúpandi lag á þeim sem kemur í veg fyrir rakatap. Þessi vara getur haft jákvæð áhrif á hreisti augnháranna, veitt raka og aukið gljáa þeirra.
Þetta augabrúnagel varð strax mjög vinsælt hjá konum sem segja það þægilegt í notkun og það sé ómetanlegt hversu endingargott gelið sé og að það gefi augabrúnunum fallegt útlit. Þúsundir notenda staðfesta áhrifin af nákvæmlega mótuðum augabrúnum, á meðan handhægi burstinn getur temjað óstýrilátustu augabrúnirnar!
Ef þú vilt eingöngu leggja áherslu á náttúrulegu augabrúnirnar þínar, bæta lögun þeirra og gefa þeim fallega burstað útlit, veldu þá gegnsæju útgáfuna af vörunni. Hins vegar, ef þú vilt fylla í augabrúnirnar með lit, veldu einn af þremur litum sem eru í boði - beis, brúnn eða svartur.
Það er ótrúlega auðvelt að bera gelið á. Þú þarft bara að bursta augabrúnirnar, byrjaðu frá innri brún augabrúnanna. Þegar þú berð vöruna á skaltu bursta augabrúnirnar með sílikonburstanum til að gefa þeim þá lögun sem þú vilt. Mundu að Nanobrow lagningagelið má bera ofan á aðrar förðunarvörur.
Skildu eftir netfangið þitt og við munum láta þig vita þegar það fer aftur í sölu.